6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Sérefni opnar verslun á Norðurtorgi
Í gær skrifaði Sérefni við undir leigusamning við Klettás um leigu á 330m2 verslunarrými á Norðurtorgi, gamla Sjafnarhúsinu. "Málningarandinn" mun því svífa aftur um húsið innan tíðar. Sérefni fær rýmið afhent 1 des. n.k. og hefjast þá framkvæmdir við að innrétta plássið og er markmiðið er að setja upp eins verslun hér og Sérefni er með á Dalvegi Kópavogi og opna á nýju ári.
Í stuttu samtali við Ómar Gunnarsson stofnanda Sérefnis sagðist hann vera að koma á fornar slóðir.
,,Ég vann í Sjöfn frá 1993 uns málningardeildin var sameinuð Hörpu í Hörpu-Sjöfn og svo lögð niður og allt flutt til Rvk og gert að Flugger. Þá fékk ég ,,nóg" og stofnaði Sérefni 2006.“
Sérefni er reyndar þegar að er gáð með tengingar hingað norður, Árni Þór Freysteinsson innfæddur Akureyringur er í skipadeildinni, markaðsstjórinn Árný Helga frá Hrísey og svo mætti lengi telja. Ómar er svo fæddur og uppalinn á Akureyri og líka Dalvík. ,,Unnur dóttir mín og Einar hennar maður eru búsett á Akureyri spila þar handbolta og líkar vel, það er því upplagt að þau muni sjá um búðina á Norðurtorgi“ segir Ómar
Þannig að etv má segja að þú sért að snúa á heimaslóðir? ,, Já þetta er sko endurkoma að með stóru "K" eins og Bubbi myndi kannksi segja. Örlögin hafa ráðið för...! Römm er sú taug og allt það.... Við erum Akureyringar, Sjöfninn minn gamli vinnustaður, Pési gera frábæra hluti með Norðurtorg... hvað þarf að haka í mörg box í viðbót?“ Sagði Ómar að endingu.