Samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Samtakanna ´78 var undirritaður í dag

Frá undirrituninni fyrir utan Amtsbókasafnið í dag í dag. Frá vinstri: Heimir Örn Árnason, forseti b…
Frá undirrituninni fyrir utan Amtsbókasafnið í dag í dag. Frá vinstri: Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, og bæjarfulltrúarnir Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Mynd Margrét Þóra

Í dag var undirritaður sérstakur samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Samtakanna ´78 um þjónustu og fræðslu sem samtökin veita í sveitarfélaginu. Samninginn undirrituðu Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78.

Fræðsla Samtakanna ’78 er vönduð hinseginfræðsla, byggir á gagnreyndum aðferðum, nýjustu rannsóknum, og fer fram í góðu samráði við hinsegin fólk. Samkvæmt samningi sveitarfélagsins við samtökin verður veitt fræðsla um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks. Markmið fræðslunnar er fyrst og fremst að veita þekkingu á hinsegin málefnum.

Samningurinn kveður á um fræðslu til starfsfólks grunnskóla, nemenda grunnskóla, starfsfólks leikskóla, ungmenna í félags- og frístundamiðstöðvum, til stjórnenda sem starfa hjá Akureyrarbæ og til þjálfara íþróttafélaga. Einnig er í samningnum ákvæði um að ungmenn á Akureyri fái aðgang að ráðgjöf Samtakanna ´78 endurgjaldslaust.

Samningurinn gildir frá haustönn 2023 til og með vorönn 2026.

Frá þessu er sagt á www.akureyri.is

Nýjast