Saga Travel og LA í samstarf

Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri og Inga Björk Svavarsdóttir, sölustjóri Saga Travel við lok un…
Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri og Inga Björk Svavarsdóttir, sölustjóri Saga Travel við lok undirskriftar.

Saga Travel og Leikfélag Akureyrar hafa undirritað samning sem felur í sér samstarf í menningartengdri ferðaþjónustu. Meðal verkefna sem fyrirtækin sameinast um eru hvataferðir, stuttar og langar heimsóknir í leikhúsið, innlit á æfingar fyrir ferðamenn og móttökur ýmis konar. Um er að ræða samning til þriggja ára. Það er von beggja aðila að á þeim tíma gefist tækifæri til að kanna möguleika í samþættingu lifandi menningar og þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn.

Nýjast