SA Íslandsmeistari í íshokkí kvenna

Skautafélag Akureyrar varð í kvöld Íslandsmeistari í íshokkí kvenna er liðið vann öruggan 4:0 sigur gegn Birninum í oddaleik liðanna í Egilshöll. Mörk SA í leiknum skoruðu þær Arndís Sigurðardóttir, Birna Baldursdóttir, Guðrún Blöndal og Anna Sonja Ágústsdóttir. SA vann einvígið 2:1 og er félagið Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki.

Nýjast