6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Rúmlega 500 kandídatar brautskráðir frá HA
Háskólinn á Akureyri brautskráði 508 kandídata í þremur athöfnum um helgina í grunn- og framhaldsnámi af þremur fræðasviðum.
Föstudaginn 10. júní voru brautskráðir kandídatar af framhaldsnámsstigi í Hátíðarsal Háskólans og laugardaginn 11. júní voru kandídatar í grunnnámi brautskráðir í tveimur athöfnum. Í þeirri fyrri voru brautskráðir kandídatar af Heilbrigðisvísindasviði og Viðskipta- og raunvísindasviði og seinnipartinn voru brautskráðir kandídatar af Hug- og félagsvísindasviði.
Frelsið dýrmætt
Í ræðu sinni gerði Háskólans á Akureyri frelsi að umræðuefni: „Eitt af því sem faraldurinn hefur kennt okkur er að kunna að meta það frelsi sem við öll höfum í okkar lýðræðissamfélagi. Sú skerðing á frelsi sem varð að vera á verstu dögum faraldursins sýndi okkur að slíkt ástand myndum við almennt ekki vilja búa við – og samt eru samfélög í heiminum í dag þar sem frelsi einstaklingsins er verulega takmarkað. Þið hafið nú reynt það á eigin skinni hversu dýrmætt þetta frelsi er. Það er því mjög mikilvægt að þið deilið þessari reynslu með framtíðarkynslóðum sem vonandi munu ekki upplifa slíkt hið sama, og gætið þess að gleyma ekki erfiðleikum faraldursins,“ sagði Eyjólfur Guðmundsson, rektor í ræðu sinni.
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir var heiðursgestur Háskólahátíðar 2022 og ávarpaði kandídata. Hann sagði það að ávarpa kandídata vera nýja áskorun.