Rjúpan vel haldin í ár og nóg af henni

Fræknir feðgar með feng, Hallgrímur til vinstri og Jónas til hægri.     Mynd Hallgrímur Jónasson
Fræknir feðgar með feng, Hallgrímur til vinstri og Jónas til hægri. Mynd Hallgrímur Jónasson

Rjúpaskyttur  eru kátar um þessar mundir  því nú stendur fyrir  sá tími sem heimilt er að skjóta  þennan fugl sem svo vinsæll er á borðum landsmanna á jólum og áramótum.  Nokkuð strangar reglur eru í sambandi við veiðina,  einungis er heimilt að stunda hana frá 1 nóv. til og með 4 . des.  Ekki má veiða á þriðjudögum og miðvikudögum.  Eins til þess er mælst að hver veiðimaður skjóti ekki meira en átta fugla.

 Vefnum lék forvitni á að heyra i veiðimanni um veiðina í ár og  setti sig i samband við Hallgrím Jónasson þjálfara KA í fótbolta en hann er  skytta góð og  gengur til rjúpna.   ,,Já, ég hef gengið þrisvar sinnum til rjúpna á þessu veiðitimabili,  þetta er alltaf jafn skemmtilegt“ sagði Hallgrímur þegar hann var inntur eftir þvi hvort hann væri byrjaður.

 Það eru takmarkanir á veiðitimanum og magni því sem veiðimenn mega skjóta er lítið um fugl?  ,, Það var lítið af fugli fyrir tveimur árum þar sem ég fer til veiða en í fyrra var fínt magn af fugli og það sem ég hef séð í ár þá er einnig fínt af fugli í ár.

Hvernig er rjúpan á sig komin eftir kalt sumar sem sumir vilja reyndar meina að hafi aldrei komið?   ,,Hún er vel haldin, ekki spurning.

 Nú hefur verið votviðrasamt  þessa viku spilar veður rullu i veiðum?  ,, Já veðrið skiptir miklu máli og finnst mér það best þegar það er frost og logn á veiðislóð. Þegar það er rigning og hvasst þá er lítil von á að veiða rjúpu og ekki eins skemmtilegt til fjalla“.

Að endingu eru ef ekki eru íslenskar rjúpur á borðum á jólum eru þá engin jól?   Hjá veiðimönnum koma jólin fyrst þegar maður steikir rjúpurnar upp úr smjöri.

 

Nýjast