Ríflega 200 nemendur útskrifaðir frá Sjúkraflutningaskóla Íslands

Alls voru 206 nemendur útskrifaðir frá Sjúkraflutningaskóla Íslands, eftir skólaárið 2022 til 2023. …
Alls voru 206 nemendur útskrifaðir frá Sjúkraflutningaskóla Íslands, eftir skólaárið 2022 til 2023. Athöfnin var haldin í Flugsafninu á Akureyri.

Alls voru 206 nemendur útskrifaðir frá Sjúkraflutningaskóla Íslands, eftir skólaárið 2022 til 2023. Athöfnin var haldin í Flugsafninu á Akureyri. Í hópnum voru 96 sem útskrifuðust með grunnréttindi sem sjúkraflutningamenn, EMT, eftir 260 klukkustunda nám, þá voru 28 útskrifaðir með framhaldsmenntun í sjúkraflutningum, AE;T, eftir 413 klukkustundanám og 82 vettvangsliðar, EMR eftir 42 klukkustunda nám.

 

Auk áðurgreindra námskeiða sinnir skólinn einnig endurmenntunarnámskeiðum fyrir heilbrigðisstarfsfólk, endurlífgunarnámskeið frá Evrópska Endurlífgunarráðinu fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sinni heilbrigðisstofunun víða um land með ný- og símenntun sjúkraflutningamanna, hjúkrunarfræðinga og lækna. Frá síðustu útskrift hefur skólinn haldið 34 endurmenntunarnámskeið með samtals 274 nemendum. Námskeið Sjúkraflutningaskólans eru haldin um allt land, en grunn- og framhaldsnámskeið voru haldin á Akureyri, Selfossi, Fráskrúðsfirði, Reykjavík og Sandgerði.

Enginn hefur kosið sér þá stöðu að leita eftir okkar þjónustu

„Varla líður sá dagur að landsmenn fái ekki fréttir af slysum um land allt. Við fáum reglulega fréttir af stórum sem smáum slysum með samvinnu og aðkomu margra viðbragðsaðila sem þurfa að vinna saman eins og ein smurð vél þegar á reynir. Samvinna ólíkra viðbragðsaðila víða af landinu, björgunarsveita jafnt sem atvinnumanna sýnir styrk okkar sem samfélags,“ sagði Ingimar Eydal skólastjóri Sjúkraflutningaskóla Íslands í ræðu sinni við útskriftarathöfnina.

„Þið eruð kannski ekki með lengsta námið miðað við marga aðra en klárlega er ykkar nám ekki minna mikilvægt og verkefnin sem þið eigið eftir að standa frammi fyrir verða örugglega hvorki auðveld né þægileg. En með þekkingu, þjálfun, rólegum huga og jákvæðu hugarfari er ég þess fullviss að þið eigið eftir leysa verkefni ykkar vel af hendi! Munið að sinna öllum skjólstæðingum eins og þið væruð að sinna ykkar nánustu. Það hefur engin kosið sér þá stöðu að leita eftir okkar þjónustu og við erum öryggisnet sem fólk treystir á þegar veikindi eða slys ber að höndum. Mikilvægast í okkar þjónustu er að láta okkur annt um okkar skjólstæðinga! Það á að vera okkar markmið."

 

Nýjast