Rannveig og Jón krullufólk ársins

Jón Ingi Sigurðsson og Rannveig Jóhannsdóttir hjá Skautafélagi Akureyrar hafa verið valin krullufólk ársins af ÍHÍ.

Jón Ingi er fyrirliði Mammúta og hefur unnið fjóra Íslandsmeistaratitla með liðinu og keppt á tveimur Evrópumótum. Þetta er í þriðja sinn sem Jón Ingi hlýtur þessa nafnbót en hann var einnig kjörinn bestur árið 2005 og 2008.

Rannveig Jóhannsdóttir hefur á fáum árum náð mjög góðum tökum á íþróttinni og er nú í fremstu röð krullufólks. Hún hefur verið burðarásinn í þeim liðum sem hún hefur leikið með undanfarin misseri og leiðir nú efnilegt lið Freyja, sem unnið hefur til silfur- og bronsverðlauna á þeim mótum sem haldin hafa verið í vetur.

Nýjast