Rafbíllinn sparar kostnað

Búnaðarsamband Eyjafjarðar keypti fyrir mánuði síðan nýjan rafknúin bíl til nota fyrirAndra Má frjótækni sem fer víða um og er á ferðinni alla daga.

Á þessum mánuði er búið að keyra um 5.000 km. og rafmagnsnotkun að meðaltali nálægt 27Kwh á 100 km. Fer talsvert lægra á góðum dögum en hærra þegar er hvasst og kaltsegir BSE á facebook síðu sinni. Ekki ólíklegt að eyðsla yfir sumarið verði nálægt 25 Kwh. 

Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar segir að beðið hafi verið eftir því að á markað kæmi fjórhjóladrifsbílar sem hefðu yfir að ráða nægri drægni til að endast yfir daginn, því akstur frjótækna er mikill. „Þetta lítur vel út og verður spennandi að sjá hvernig gengur í vetur,“ segir Sigurgeir.

„Það verður ekki endanlega ljóst fyrr en eftir nokkur ár hvernig rekstrarkostnaður kemur endanlega út, en sýnist á þessum fyrsta mánuði að orkan sé um 20% af þeim kostnaði sem var á Rav4 sem Andri var á fyrir skiptin.“

Nýjast