20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Rætt við Hauk Svansson í hlaðvarpi um heilsu
Haukur Svansson er læknanemi og ráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Haukur er viðmælandi í hlaðvarpsþætti vikunnar hjá heilsaogsal.is - hlaðvarp.
Heilsa er flókið hugtak og í þættinum eru ýmsir fletir á hugtakinu ræddir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) skilgreinir heilsu sem algjöra líkamlega, sálræna og félagslega vellíðan, og ekki einungis að vera laus við sjúkdóma og líkamlega og sálræna veikleika. Þessi skilgreining hefur verið gagnrýnd og er það rætt í þættinum.
Hvað er heilsa? Er hægt að missa heilsu og ná henni aftur? Hvað er heilsuvegvísun?
Frábær þáttur fyrir alla sem eru áhugasamir um heilsu.