20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Rætt um sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst
Óformlegar viðræður um mögulega sameiningu háskólanna tveggja eru hafnar. Rektorar skólanna funduðu í morgun.
Frá þessu er greint á vef RÚV
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst og Elín Díanna Gunnarsdóttir, starfandi rektor Háskólans á Akureyri funduðu um málið í morgun.Þær segjast báðar opnar fyrir því að kanna fýsileika sameiningar og þá möguleika sem hún gæti haft. Stefnt sé að því að sækja um í samstarfssjóð háskóla í október. Sameinaður skóli yrði næst stærsti háskólinn á landinu.
Ráðherra segir viðræður milli skóla í fullum gangi
Í síðustu viku undirritaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, viljayfirlýsingu um sameiningu Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Í viðtali um þau sameiningarmál segir ráðherra að viðræður um sameiningu annarra háskóla standi yfir og að hún vonist til þess að hægt verði að greina frá niðurstöðum þeirra viðræðna á næstu misserum.
Segir jafnframt á vef RÚV.