Plokk í útiskóla
Í útiskóla síðasta þriðjudag skunduðu fimmti og sjötti bekkur af stað og týndu upp heilan helling af rusli af skólalóðinni. Það sem kom okkur á óvart var hversu mikið af nikotínpúðum voru hér og þá helst í kringum sparkvöllinn og nálægt íþróttahúsinu. Við hættum að telja þegar við vorum komin yfir nokkra tugi.
Við vorum sammála um að okkur fannst að fólk sem kemur í íþróttahúsið eða á skólalóðina mætti ganga töluvert betur um. Við vissum að fleiri nemendur hafa verið duglegir að plokka reglulega í allan vetur og vitandi það, fannst okkur þetta alltof mikið rusl. Vonandi fer fólk að ganga betur um og við minnum alla á að plokkdagurinn stóri er 30. apríl n.k.
Hvetjum við alla til að taka vorhreingerningu í sínu nærumhverfi, eða bara að plokka þar sem það vill plokka, því öll viljum við hafa hreint og fínt í kringum okkur.
Munið bara eftir góðum vinnuhönskum eða plokkara ;)
Það er heimasíða Þelamerkuskóla sem segir frá þessu.