20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Pizzameistarinn sem byggir blokkir
Þorsteinn Hlynur Jónsson er 49 ára athafnamaður sem ólst upp í sveit, á bænum Brúnum frammi í Eyjafirði í Öngulstaðahreppi sem foreldrar hans byggðu upp. Hann hefur komið víða við í hótel og veitingarekstri og stofnaði m.a. veitingastaðinn Greifann ásamt nokkrum félögum sínum, sem er fyrir löngu orðinn eitt af helstu kennileitum Akureyrar. Í dag er hann kominn í bygginga- og fasteignabransann og er að byggja 80 íbúðir í Naustahverfi. Egill P. Egilsson blaðamaður ræddi við Hlyn um uppganginn í veitingarekstrinum, fjölskylduna, lífið og tilveruna.
Í viðtalinu er farið nokkuð ítarlega yfir sögu veitingastaðarins Greifans og sagt frá því hvernig það ævintýri hófst í raun á pizzastað á skemmtistaðnum Bleika fílnum. Þá er það rekið hvernig fyrirtækið sem rak veitingastaðinn Greifann, óx og dafnaði og varð fyrirferðamikið í hótelrekstri.
Vikudagur vill koma því á framfæri að vitlaust var haft eftir í viðtalinu með ártöl er varða hótelrekstur eignarhaldsfélags Greifans.
„Árið 1998 tók eignarhaldsfélag Greifans yfir rekstur teríunnar á Hótel KEA og tók síðar við gistirekstrinum líka. Og þeir létu ekki staðar numið þar. Árið 2002 voru þeir búnir að bæta við sig rekstri á Hótel Hörpu og Hótel Björk, Hótel Gíg í Mývatnssveit og um stund ráku þeir Hótel Norðurland líka og voru þá komnir með fimm hótel,“ segir í greininni. Hið rétta er hins vegar eftirfarandi:
1998 Greifinn tekur veitingarekstur Hótel Kea á leigu.
2000 Gistirekstur Hótel Kea og Hótel Hörpu yfirtekin og Páll Lárus Sigurjónsson kaupir sig inn í félagið og Keahótel ehf er stofnað.
2002 Rekstur Hótel Norðurland og Hótel Gígur bætast við rekstur Keahótela
2003 Rekstur Hótel Björk Reykjavík bætist við Keahótel keðjuna
2003 eru fasteignir Hótel Kea og Hótel Hörpu keyptar af Kaupfélagi Eyfirðinga. (KEA)
2005 Rekstur Hótel Borg Reykjavík bætist við Keahótel keðjuna
2011 Nafnið Hótel Harpa er lagt niður og húsnæðið/herbergin sameinast eftir gagngerðar breytingar Hótel Kea.
Nálgast má viðtalið í heild sinni í prentútgáfu blaðsins.
- Vikudagur 3. nóv