Páskar ekki bara súkkulaðiegg
Veðrið leikur við Akureyringa og gestir bæjarins í dag og er fólk út um allar grundir að notfæra sér blíðuna. Þegar þetta er skrifað laust fyrir kl. 17 eru tæpar 13 gráður og logn eitthvað sem hefði talist hitabylgja sl. sumar.
Í Hlíðarfjalli var margt um manninn þegar útsendari vefsins tók stöðuna þar, allar lyftur opnar og þó eðlilega væri vorfæri brosti fólk út að eyrum og lét vel af enda eins og áður sagði logn og blíða í glampandi sól.
Sundlaugin var greinilega einnig ofarlega í huga fólks sem fjölmennti
Já það er ljóst að það er alls ekki bara súkkulaðiát sem kemst að hjá landanum þessa páskahelgi.