27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Óvissustig vegna hvassviðris
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi fyrir umdæmið vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 25. september. Þá hefur einnig verið lýst yfir óvissustigi í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra og lögreglunnar á Austurlandi.
Það er tekið að hvessa hressilega, suðvestan hvassviðri og stormur verður undir kvöld. Því fylgja snarpar vindhviður. Í fyrramálið má gera ráð fyrir að vindur snúist í norðvestan 15-23 m/s í fyrramálið með slyddu og/eða snjókomu til fjalla. Undir kvöld á að stytta upp.
Lögreglan hefur beðið fólk um að huga að lausamunum eins og trampolínum, garðhúsgögnum o.s.frv. „Þá viljum við einnig biðja verktaka að huga að framkvæmdasvæðum, girðingum, krönum og öðrum lausamunum og tryggja að allt sé vel fest,“ segir á facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Þeir sem hafa í hyggju að ferðast á milli landshluta er bent á að hálka getur verið á heiðum. Lögregla ráðleggur fólki að fylgjast vel með veðri og fresta ferðum þar til veðrið hefur tekið að skána.