Óttast ekki verðbólgu

Björn Snæbjörnsson.
Björn Snæbjörnsson.

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins og Einingar- Iðju, stéttarfélags í Eyjafirði, segist ekki óttast verðbólgu í kjölfar kröfugerðar Starfsgreinasambandsins vegna komandi kjarasamninga. Meginkröfur eru þær að miða krónutöluhækkanir á laun við að lægsti taxti verði 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára, eða 50% launahækkun á næstu þremur árum.

„Málið er að aðrir hópar hafa verið að fá miklu meiri hækkanir en við förum fram á og þá hefur ekkert heyrst um að allt sé að fara til fjandans. Þannig að við látum allt tal um verðbólgu og slíkt ekki trufla okkur. Við lítum þannig á að það sé hægt að fara í umtalsverðar kauphækkanir,“ segir Björn, en nánar er rætt við hann í prentúgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast