Opin fundur um ADHD og konur

Opinn fundur um konur og ADHD í Grófinni í dag.
Opinn fundur um konur og ADHD í Grófinni í dag.

Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi, námskeiðahaldari og stjórnarkona í ADHD samtökunum kemur á opin spjallfund í Grófinni, Hafnarstræti 95, 4 hæð mánudaginn 24. október kl. 17.

Þar mun hún fræða fundarmenn um ADHD og konur sem er hennar hugðarefni. Gríðarlegur fjöldi kvenna hefur ekki fengið greiningu á ADHD og er það ein af ástæðunum fyrir því að þær eru einn stærsti hópurinn sem tekst á við kulnun í dag. Hvað er til ráða og hvar á að byrja? Um það verður m.a. rætt á fundinum.

Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt. 

Nýjast