Óli leiðir í Norðausturkjördæmi

Óli Halldórsson
Óli Halldórsson

Óli Halldórsson mun leiða lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum í haust. Óli sigraði í rafrænu forvali flokksins sem fram fór 13.-15. febrúar með 304 atkvæði í 1. sæti. 

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

1. sæti Óli Halldórsson með 304 atkvæði í 1. sæti

2. sæti Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir með 293 atkvæði í 1.-2. sætið

3. sæti Jódís Skúladóttir með 297 atkvæði í 1.-3. sæti

4. sæti Kári Gautason með 337 atkvæði í 1.-4. sæti

5. sæti Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir með 322 atkvæði í 1.-5. sæti

12 voru í framboði en alls greiddu 648 manns atkvæði. Á kjörskrá voru 1042 og var kosningaþátttaka því 62%

Kjörstjórn leggur fram lista með 20 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.

Nýjast