Óli Halldórsson sestur á Alþingi

Þingmaðurin og þinghúsið í dag.
Þingmaðurin og þinghúsið í dag.

Óli Halldórsson, 3. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi, tók sæti Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi Íslendinga í morgun og kveðst ætla að fytja jómfrúarræðunn á morgun.

Óli reit á fb. nú seinni partinn:

„Einhvern tíman er allt fyrst. Óvænt er ég orðinn varaþingmaður þessa vikuna. Óneitanlega heldur hátíðlegri bragur á upphafi vinnudagsins en ég á að venjast; þ.e. að setjast í stól starfsaldursforseta þingsins (Steingríms J. Sigfússonar) og skrifa undir drengskaparyfirlýsingu fyrir Helga Bernódusson skrifstofustjóra við upplestur (virðulegs) forseta þingsins.

Viðburðaríkur fyrsti dagur um það bil hálfnaður nú seinnipart dags. Einn nefndarfundur, þingflokksfundur og þingfundur að baki. Eldhúsdagsumræður í kvöld. Fjórar fyrirspurnir frá mér komnar í skjalavinnslu (meira síðar um þær). Jómfrúrræða á morgun. Þetta er gaman.“

Reit Ólii Halldórs. JS

Nýjast