Öldungamót Blaksambandsins fer fram á Akureyri og Húsavik um helgina

Það eru mörg handtök við að breyta fótboltahöll i blakhöll   Mynd aðsend
Það eru mörg handtök við að breyta fótboltahöll i blakhöll Mynd aðsend

Það verður mikið skellt, slegið, og laumað á Akureyri og Húsavík þessa helgi þvi Öldungamót Blaksambandsins er haldið af blakdeildum KA og Völsungs.  Vefurinn heyrði í Arnari Má Sigurðssyni formanni blakdeildar KA en hann er einn af öldungum mótsins

Arnar þú ert öldungur mótsins  í hverju er það  fólgið? Berðu eiginlega ábyrgð á öllu?  ,,Nei ekki svo gott við erum svo að segja fjögur sem erum öldungar mótsins tveir  frá KA og jafnmargir  frá Völsung, en þeir halda mótið með okkur að þessu sinni. Það var pínu barn síns tíma að einhver einn væri hausinn á þessu, þar sem þetta er orðinn svo stór viðburður.  

Hve mörg lið og  hve margir keppendur eru mætt?  

,,Það eru skráð 146 lið  sem eru svona á milli 1200 til 1300 manns.  Mótið er spilað á 16 völlum þar af 8 vellir í Boganum, gríðarlegur fjöldi fólks mætti og lagði viðburðar-undirlag og síðan íþróttadúkur lagður yfir.  Gríðarleg vinna er að græja þannig að gott sé en líka frábær stemning að hafa marga velli á samastað og líf í kringum þá 

Þegar blakarar tala um öldungamótið er það gert með bros á vör,  eru þetta ótrúlega skemmtilegir dagar?  

,,Já, það er mikið spilað og einnig skemmtidagskrá öll kvöldin. Svo er yfirleitt þema á mótunum og í ár er verbúðar-þema. Margir mæta í tísku þess tíma.  Annars þá tel ég að listin sé að ná réttri blöndu af skemmtun, utan sem og innan vallar.”

 

 

 

Nýjast