Nýtt Vikublað er komið út.

Nýtt Vikublað komið út!
Nýtt Vikublað komið út!

Nýtt Vikublað er komið út. Að venju er þar eitt og annað að finna. Krossgáta og spurningar sem dæmi fyrir þá sem vilja spreyta sig á þvílíku,  eins Þankar gamals Eyrarpúka.

Við segjum frá bagalegu ástandi sem upp er komið á Sjúkrahúsinu á Akureyri, þar sem undanfarið hafa allt að 25% rúma verið nýtt af öldruðu fólki sem kemst ekki á hjúkrunarheimili. Gripið hefur verið til þess ráðs að senda aldraða á hjúkrunarheimili í nágrannabyggðalögum.

Framhaldsskólinn á Húsavík hefur boðið upp á nám í heilsunuddi undan farin ár. Verklegi hluti námsins er tvö ár og er kenndur í staðarlotum á Húsavík. Fyrr í vikunni var stór hópur nemenda að ljúka sínu verklega námi.

Ekki hafa fleiri nýir óskað eftir viðtali hjá Aflinu, miðstöð gegn kynferðis- og heimilisofbeldi og í fyrra, síðan árið 2018 eða í fimm ár. Aflið hefur gert samning um að bjóða þjónustu á Blönduós, en einnig eru starfsmenn á þess vegum á Húsavík og Egilsstöðum.

„Það er forkastanlegt en því miður alltof algengt að handverks- og listgreinar lendi utangarðs í skólakerfinu,“ segir Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnar, félags byggingarmanna en til stendur að koma upp leikskóladeild í smíðastofu Oddeyrarskóla til næstu tveggja ára.

 Áskriftarsíminn er  860 6751

Nýjast