Nýtt miðbæjarskipulag á Akureyri kynnt

Séð yfir miðbæ Akureyrar. Mynd/Hörður Geirsson.
Séð yfir miðbæ Akureyrar. Mynd/Hörður Geirsson.

Tillögur að framtíðaruppbyggingu í miðbæ Akureyrar liggja fyrir og verða kynntar á streymisfundi á morgun, fimmtudaginn 10. desember kl. 17. Tillögurnar eru settar fram sem drög að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsráð samþykkti í fyrra að hefja vinnu við breytingar á skipulaginu sem tók gildi 2014.

Á vef Akureyrarbæjar segir að stýrihópur hafi verið myndaður í byrjun árs 2020 og skilaði hópurinn niðurstöðum í haust. Breytingar sem nú verða lagðar til eru í samræmi við niðurstöður stýrihópsins. Stefnt er að því að hægt verði að hefja uppbyggingu á hluta svæðisins hið fyrsta.

Fundinum á fimmtudaginn verður streymt á Facebook-síðu Akureyrarbæjar og íbúar og aðrir áhugasamir geta spurt spurninga jafn óðum með því að skrifa í athugasemdir (Comment) og verður þeim svarað í lok fundarins.

Nýjast