Nýta spjaldtölvur í tengslum við endurlífgun

Mynd: SAk/Facebook
Mynd: SAk/Facebook

Sérnámsgrunnslæknirinn Magnús Ingi Birkisson sótti námskeið í sérhæfðri endurlífgun á Sjúkrahúsinu á Akureyri í vor. Hann fékk þá hugmynd um nýta spjaldtölvur til að halda utan um helstu flæðirit tengd endurlífgun. Spjaldtölvurnar myndu hanga á neyðarvögnum og vera til taks í neyðaraðstæðum.

Deild mennta og vísinda og endurlífgunarráð ákváðu að prófa þessa hugmynd. Tölvutek styrkir verkefnið og á myndinni má sjá Magnús Inga Birkisson taka við þremur spjaldtölvum, Egill Örvar Hrólfsson, rekstrarstjóri Tölvuteks á Akureyri afhenti styrkinn. Með á myndinni eru Hrafnhildur Lilja kennslu- og þjálfunarstjóri og Jón G. Knutsen aðstoðarmaður á deild mennta og vísinda.

Nýjast