Nýrri göngu- og hjólabrú yfir Glerár hliðrað til um 50 metra

Ný brú yfir gangandi og hjólandi vegfarendur verður færð um 50 metra til austurs miðað við það sem á…
Ný brú yfir gangandi og hjólandi vegfarendur verður færð um 50 metra til austurs miðað við það sem áður var áætlað Mynd Akbær

Fyrirhugaðri göngu- og hjólabrú yfir Glerá, vestan Hörgárbrautar, verður hliðrað til um 50 metra til austurs frá því sem áður var. 

 Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar hjá Akureyrarbæ segir að færslan á brúnni sé til komin vegna deiliskipulags Tryggvabrautar sem samþykkt var fyrir rúmu ári. Á því deiliskipulagi er m.a. gert ráð fyrir hringtorgi á gatnamótum Glerárgötu/Tryggvabrautar og staðsetning gönguþverunar yfir Borgarbraut ákveðin. Í eldra deiliskipulag yfir svæði Glerár frá árinu 2010 var brúin sýnd vestar og hitti því ekki á gönguþverunina. Deiliskipulögin tvö voru því að sögn Jónasar ekki að „tala saman“.

 Gönguleið yfir Glerárbrú aflögð 

 Núverandi gönguleið yfir vesturkant Glerárbrúar verður aflögð þegar nýja göngu-/hjólabrúin verður tekin í gagnið. „Það er líka hagur af því að færa brúna um þessa 50 metra til austurs miðað við fyrri tillögu. Nýja staðsetningin grípur vonandi betur gangandi/hjólandi sem fara niður Hörgárbrautina að vestan.“ segir Jónas.

Á deiliskipulaginu er einnig gert ráð fyrir undirgöngum undir Hörgárbrautina og segir Jónas þau lengi hafa verið þar, en nú sé verið að skoða nýja útfærslu með því að fara undir núverandi brú (austur-vestur). Komið hafi í ljós að það sé gerlegt, en lofthæð ekki ýkja mikil. Hæðarsetning á stígum og verðandi göngu- og hjólabrú mun taka mið af þessi pælingu um gönguleiðina undir Glerárbrúna.


 Stefnt er að því að bjóða út framkvæmdir við brúnna á komandi vori þannig að hægt verði að hefjast handa nú í sumar og gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki árið 2025. 

Framkvæmdir við aðra verkþætti verður, gangi allt upp,  boðnir út í byrjun árs 2025.

Nýjast