Nýr samningur við Fjölsmiðjuna

Ásthildur Sturludóttir og Erlingur Kristjánsson.
Ásthildur Sturludóttir og Erlingur Kristjánsson.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Erlingur Kristjánsson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar undirrituðu nýverið nýjan samstarfssamning um þjónustu Fjölsmiðjunnar á Akureyri fyrir árið 2021. Markmið samningsins er að efla Fjölsmiðjuna í hlutverki sínu sem starfsþjálfunarstaður fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára. Ennfremur að auka tengsl og samvinnu Fjölsmiðjunnar og starfsfólks sveitarfélagsins sem vinnur með ungu fólki.

Fram kemur á vef Akureyrarbæjar sem greinir frá þessu að Fjölsmiðjan veiti ungu atvinnulausu fólki vinnu með það að markmiði að hver einstaklingur njóti sín og verði færari í að takast á við kröfur umhverfisins ýmist á vinnumarkaði eða í námi. Þegar ungmennin eru tilbúin, eru þau studd í vinnu eða skóla. Í Fjölsmiðjunni er rekið mötuneyti, bílaþvottastöð, verslun með notuð húsgögn o.fl. og móttaka á endurvinnslu á tölvum og öðrum raftækjum.

Nýjast