6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Nýr baðstaður á Hjalteyri
Til stendur að setja upp baðstað á Hjalteyri í Hörgársveit. Unnið er að verkefni sem snýst um að hanna og byggja heita laug við sjávarsíðuna og verður hún með góðu aðgengi ofan í fjöru fyrir sjósund. Hjalteyri ehf. vinnur að þessu verkefni, en það félag er eigandi að gömlu síldarverksmiðjunni, en hluti hennar verður notaður undir starfsemina.
Heitur pottur hefur verið framan við Verksmiðjuna á Hjalteyri og er hann oft vel sóttur. Nú stendur til að taka skrefið lengra og gera góða og fína steypta heita laug með aðgengi ofan í fjöruna en einnig er innifalið í verkefninu gerð göngustíga meðfram strandlengjunni.
Tillaga um nýjan baðstað á Hjalteyri er ein af fimm nýjum tillögum sem sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt inn í áfangastaðaáætlun sveitarfélagsins.
Nánar í blaðinu á morgun, áskriftarsími 860-6751