Niceair gerir hlé á starfsemi og aflýsir flugi Uppfært!

Nice gerir hlé.
Nice gerir hlé.

Upp er komin afleit staða hjá Niceair ferðaskrifstofunni því  félagið stendur uppi án flugvélar  og hefur  bókunarsíða félagsins verið lokuð vegna þess. Ástæða þessa mun vera sú að Hifly flugfélagið sem leigði  Niceair Airbus 319 farþegaþotuna sem notuð hefur verið í ferðir á vegum félagsins  mun vera í greiðsluerfiðleikum og stóð það félag ekki við greiðslur til eigenda  þotunnar sem innkallaði hana i kjölfarið.

Vegna þessa alls stendur Niceair uppi án flugvélar og hefur lokað fyrir möguleika á kaupum á flugmiðum.   Öllu flugi á vegum félagsins  er aflýst frá og með 6 april.

„Þetta er sorg­leg niðurstaða í ljósi þess ár­ang­urs sem náðst hef­ur til þessa og góðra framtíðar­horfa, auk þess sem fé­lagið hef­ur rétt lokið við fjár­mögn­un­ar­lotu sem tryggja á rekst­ur þess fram veg­inn, en sú veg­ferð hef­ur staðið yfir frá ára­mót­um. Við höf­um haldið úti reglu­legu áætl­un­ar­flugi milli Norður­lands og Kaup­manna­hafn­ar og Teneri­fe síðan í júní á síðastliðnu ári með 71% sæta­nýt­ingu. Við erum búin að sýna fram á að þessi þjón­usta er mjög þörf og heima­markaður­inn hef­ur reynst meiri og öfl­ugri en von­ir stóðu til. Á þessu tíma­bili hef­ur veður sjaldn­ast haft áhrif, en 2% fluga okk­ar voru með ein­hvers kon­ar frá­vik. Flug um Ak­ur­eyr­arflug­völl reynd­ist ekki vera vanda­mál um há­vet­ur og var lent og tekið á loft í marg­lit­um viðvör­un­um á tíma­bil­inu. Þetta er sorg­leg niðurstaða fyr­ir alla. Mest hörm­um við þau óþæg­indi sem af þessu hljót­ast fyr­ir okk­ar viðskipta­vini” seg­ir Þor­vald­ur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri félagsins í tilkynningu sem send var fjölmiðlum. 

Nýjast