Neyðarkall frá Matargjöfum Akureyri og nágrenni
Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum Akureyri og nágrenni skrifar eftirfrandi á Facebooksíðu Matargjafa.
Nû er staðan virkilega slæm hjá Matargjöfum.
Sífellt fleiri eru að sækja um aðstoð og er svo komið að ég hef tekið þá ákvörðun að leggja aðeins 1x inn á hvert bónuskort í hverjum mánuði.
Ég geri mér fulla grein fyrir þvi að 10-15þ á mánuði er ekki mikið en matargjafir geta því miður ekki lagt meira inn í hverjum mánuði.
Núna er 24 aprîl, ekkert til og margir á bið. Það er ekkert óvanalegt að lítið sé til og hefur þetta alltaf bjargast ykkar vegna. En nú er svo komið að æ fleiri fjölskyldur leita til okkar sem gerir það að verkum að minna verður til.
Sem dæmi má nefna að ef matargjafir leggja 10.000kr inn á 8 kort á dag gerir það 80.000kr. Ef sama fjölskylda biður 3x í mánuði inn á kort ( sem er ekki óalgengt) þá hækkar sú upphæð.
Matargjafir er nær eingöngu að fá styrki frá einstaklingum, stundum frá fyrirtækjum um hver jól en það dugir ekki til. Við erum starfandi allt árið, ekkert frî, aldrei.
Þvî bið ég um skilning á þessari ákvörðun sem var ekki létt að taka.
Ég vona að þið haldið áfram að styrka Matargjafir svo við getum haldið áfram að styrkja þá sem ekkert eiga.
Sigrún