Minni tekjur

 Útsvarstekjur Akureyrarbæjar voru í síðasta mánuði 500 milljónir króna, en í september í fyrra voru tekjurnar hins vegar 564 milljónir króna. Þetta kemur fram í gagnagrunni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga. Tekjur bæjarins á þessu ári eru mun lægri en áætlanir gera ráð fyrir, reksturinn þess vegna þungur og hefur þegar verið gripið til ýmissa sparnaðaraðgerða.

Nýjast