30. október - 6. nóember - Tbl 44
Minjasafnið sér um rekstur Smámunasafnsins út þetta ár
Eyjafjarðarsveit og Minjasafnið á Akureyri hafa gert með sér samning um rekstur Smámunasafnsins út árið. Smámunasafnið verður opið í sumar frá 22. júní til 20. ágúst frá miðvikudegi til sunnudags klukkan 13 -17.
Í umræðunni um Smámunasafnið komu upp margar góðar hugmyndir og verða að minnsta kosti ein gripin upp í sumar. Til stendur að halda sýningar í suðursal Smámunasafnsins og heldur Samúel Jóhannsson, myndlistarmaður úr Eyjafjarðarsveit, fyrstu sýninguna. Í haust verður Minjasafnið með sýningu á ljósmyndum og gripum sem safnið varðveitir en eiga uppruna sinn í Eyjafjarðarsveit. Þetta gerum við í góðu samkomulagi við núverandi húseigendur.
Sigríður Rósa, verður í brúnni í sumar, en þar sem Minjasafnið tók við safninu með skömmum fyrirvara vantar fólk í afleysingu.
Rætt er við Harald Þór Egilsson safnstjóra Minjasafnsins á Akureyri í Vikublaðinu sem kemur út á fimmtudag.