27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Mikill áhugi á Landsbankahúsinu
„Áhuginn er mikill og greinilegur, það hafa þó nokkrir haft samband, sent inn fyrirspurnir og óskað eftir frekari upplýsingum“ segir Arnar Birgisson framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Eignavers um Landsbankahúsið við Strandgötu 1 á Akureyri sem auglýst var nýverið til sölu.
Hús Landsbankans er um 2.300 fermetrar að stærð. Það er á fjórum hæðum auk kjallara með viðbygging á einni hæð til norðurs. „Þetta er fallegt og virðulegt hús á góðum stað,“ segir Arnar og bætir við að vissulega séu það fjársterkir aðilar sem sýnt hafa kaupum á byggingunni áhuga.
Bæjarbúar hafa líka mikinn áhuga og skoðanir á því hvaða starfsemi eigi að vera í húsinu, þetta er mikið í umræðunni, á kaffistofum og samfélagsmiðlum,“ segir Arnar.
Hann segir ljóst að ekki verið starfandi banki í húsinu í framtíðinni, Landsbankinn og fleiri bankar hafi verið að selja húsnæði sín á landsbyggðinni, m.a. hefur Landsbankinn selt húseignir sínar á Selfossi og Ísafirði. Arionbanki á Akureyri og víða.