Miguel Mateo íþróttamaður KA 2019
Miguel Mateo Castrillo var valinn íþróttamaður KA árið 2019 en valið fór fram um helgina í KA-heimilinu. Miguel fór fyrir karlaliði KA í blaki sem vann alla titla sem í boði voru á árinu en KA er Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess að vera meistari meistaranna.
Auk þess þjálfar Mateo kvennalið KA sem er einnig handhafi allra titlanna í blaki kvenna. Mateo var einnig stigahæsti maður deildarinnar og var auk þess í úrvalsliði deildarinnar á síðasta tímabili og er einnig Íslandsmeistari í strandblaki. Greint er frá þessu á vef KA.