Metanframleiðsla heldur áfram að dala

Metanframleiðsla Norðurorku heldur áfram að dala     Mynd MÞÞ
Metanframleiðsla Norðurorku heldur áfram að dala Mynd MÞÞ

„Það er álit stjórnenda Norðurorku að það geti hins vegar ekki verið framtíðarlausn að Norðurorka standi í því að flytja eldsneyti á milli landshluta. Það er langt út fyrir það hlutverk sem fyrirtækið tók að sér, þ.e. að fanga metan úr haug á Glerárdal,“ segir í bókun stjórnar Norðurorku.

Metanframleiðslan Norðurorku heldur áfram að dala eins og verið hefur og enn þrengir að. Í nokkur ár hefur Norðurorka varað við því að þessi staða muni koma upp og hvatt til þess að samfélagið taki ákvörðun um hvað verði gert og hver eigi að sjá um það. Hlutverk Norðurorku var og er að fanga metan úr haugnum á Glerárdal en eftirspurn er talsvert umfram framleiðslugetu haugsins.

Norðurorka hefur verið í samtali við Sorpu um kaup á flutningsfleti en Sorpa er með í undirbúningi að bjóða út kaup á fletum. Norðurorka stefnir að því að vera í samfloti með Sorpu í kaupum, annars vegar af hagkvæmniástæðum og hins vegar til þess að tryggja það að samskonar búnaður verði keyptur. Tafir hafa verið á því að Sorpa ljúki undirbúningi og fari í útboð en Norðurorka hefur fylgt málinu eftir gagnvart þeim. Leita á leiða til að flytja metan norður með bráðabirgðalausn.

Nýjast