6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Meira af aurskriðu á Grenivikurvegi
Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi nú á hádegi frá sér uppfærðar upplýsingar vegna aurskriðu sem féll á Grenivikurveg snemma í morgun.
Þar segir:
,,Uppfærsla kl. 12:00 vegna aurskriðu á Grenivíkurvegi.
Eftirlitsmaður frá Veðurstofunni hefur verið að störfum í morgun á vettvangi þar sem aurskriða féll á Grenivíkurveg. Lögreglan hefur tekið þátt í vinnunni með dróna sem hefur verið notaður til að mynda umfang skriðunnar og einnig flogið yfir hlíðar fjallsins til að safna gögnum fyrir sérfræðinga Veðurstofunnar. Gert er ráð fyrir að þessi rannsóknarvinna muni standa fram í myrkur. Gögnin verða notuð til að meta líkur á frekari aurskriðum og í framhaldi af því verða teknar ákvarðanir um hvort óhætt sé að ryðja aurnum af veginum og opna hann fyrir umferð. Hann er því lokaður enn um sinn en minnt á hjáleið um Dalsmynni".