María missir af Ólympíuleikunum

María Guðmundsdóttir.
María Guðmundsdóttir.

Skíðakonan María Guðmundsdóttir frá Akureyri missir af Vetrarólympíuleikunum sem hefjast í Sotsjí í Rússlandi um næstu helgi. María meiddist á æfingu í Þýskalandi í gær og talið að liðbönd í hné hafi skaddast. Í tilkynningu frá Skíðasambandi Íslands segir að María, sem var valin Skíðakona ársins nú í desember síðastliðnum, hafi gengið vel í mótum sem hún hefur tekið þátt í nú í vetur. 

Var hún búin að sýna að hún hafði náð fyrri styrk eftir meiðsl á sama hné sem hún hlaut á Íslandsmeistaramótinu 2012. Þetta er mikið áfall fyrir Maríu sem hafði undirbúið sig mjög markvisst fyrir Ólympíuleikana sem og mikill missir fyrir íslenska Ólympíuhópinn sem heldur til Sochi frá Þýskalandi á miðvikudag.

Nýjast