27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Magnús kveður Grímseyinga
Magnús G. Gunnarsson hefur þjónað Grímseyingum rúm 20 ár, hér er hann með Alfreð Garðarssyni formanni sóknarnefndar. Mynd/Anna María Sigvaldadóttir
mth@vikubladid.is
Grímseyingar kvöddu sóknarprest sinn sr. Magnús G. Gunnarsson með kveðjumessu og kaffisamsæti í félagsheimilinu Múla á dögunum. Kvenfélagið Baugur hafði veg og vanda að því og var það glæsilegt að venju. Magnús bauð upp á óhefðbundna sjómanna- og kveðjumessu í félagsheimilinu og ómaði söngurinn, en um hann sáu þeir Jónas og Ívar. Sóknarpresturinn þakkaði Grímeyingum fyrir öll þau ár sem hann þjónaði í eynni.
Sóknarprestar í Dalvíkurprestakalli taka nú við þjónustu við Grímseyinga, þau sr. Oddur Bjarni Þorkelsson og sr. Erla Björk Jónsdóttir.