MA slitið í 143. sinn. María Björk dúx skólans og Helga Viðarsdóttir semidúx

Alls voru 156 stúdentar brautskráðir frá MA í dag.   Myndina tók Páll A. Pálsson ljósmyndari er þett…
Alls voru 156 stúdentar brautskráðir frá MA í dag. Myndina tók Páll A. Pálsson ljósmyndari er þetta mun vera í fimmtugasta skiptið sem Páll myndar nýstúdenta frá MA

Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 143. sinn í dag 17. júní við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni. Veðrið lék svo sannarlega við nýstúdentana og fjölskyldur þeirra.

Karl Frímannsson brautskráði sína fyrstu stúdenta og tímamótin voru fleiri því þetta er fyrsta skiptið sem eru brautskráðir stúdentar af sviðslistabraut.

Alls voru 156 stúdentar brautskráðir.

Dúx skólans er María Björk Friðriksdóttir 9,56 og Helga Viðarsdóttir semidúx með 9,54, báðar voru á heilbrigðisbraut.

Hæstur í 1. bekk: Árni Stefán Friðriksson í 1Y með 9,7.

Hæstur í 2. bekk: Magnús Máni Sigurgeirsson í 2X með 9,7.

Hæst í 3. bekk: María Björk Friðriksdóttir í 3T með 9,8.

Nýstúdentar sáu um tónlistarflutning við athöfnina. Ísabella Sól Ingvarsdóttir og Þorsteinn Jakob Klemenzson fluttu lagið Þó himnarnir hrynji, lag og ljóð eftir Egil Ólafsson

Hrefna Logadóttir, Óskar Máni Davíðsson og Þorsteinn Jakob Klemenzson fluttu lagið Verum í sambandi með Sprengjuhöllinni. 

Í lok athafnar var skólasöngurinn sunginn við undirleik Eysteins Ísidórs Ólafssonar. Forsöngvarar voru kennararnir Anna Eyfjörð, Harpa Sveinsdóttir og Hólmfríður Þorsteinsdóttir.

Fjórir kennarar voru sérstaklega kvaddir við brautskráningu; Björn Vigfússon sögukennari, Margrét K. Jónsdóttir þýsku- og enskukennari, Selma Hauksdóttir dönskukennari og Sonja Sif Jóhannsdóttir kennari í náttúrulæsi, íþróttum og líffræði.  Skólameistari veitti þeim öllum gulluglu skólans í þakklætisskyni fyrir starf þeirra við skólann.

Það er löng hefð fyrir því að fulltrúar afmælisárganga komi að brautskráningu og flestir þeirra styrkja Uglusjóð, hollvinasjóð MA.

Fulltrúi 60 ára stúdenta, Bryndís Guðmundsdóttir

Fulltrúi 50 ára stúdenta, Aðalbjörg Helgadóttir

Fulltrúi 40 ára stúdenta, Kristín Gunnlaugsdóttir

Fulltrúi 25 ára stúdenta, Héðinn Jónsson. Hann tilkynnti einnig um úthlutanir úr Uglusjóði, til þróunarverkefna kennara og til félagslífs og aðstöðu nemenda

70 ára stúdentar sendu kveðju sem skólameistari las upp

Birgir Orri Ásgrímsson flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta, hann var forseti skólafélagsins Hugins sem stýrði félagslífi nemenda í vetur.

Að lokinni athöfn var haldið í MA þar sem myndir af árganginum og einstökum bekkjum voru teknar. Og framundan er svo tæplega 1000 manna veisla í kvöld, nýstúdentanna, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans í Íþróttahöllinni.

Heimasíða MA sagði frá 

Dúx skólans er María Björk Friðriksdóttir  með 9,56.    

Ljósmynd:    Linda Ólafsdóttir

Nýjast