Lykilleikir framundan hjá Akureyri og KA

Akureyri og KA þurfa á sigri að halda um helgina. Mynd/Þórir Tryggvason.
Akureyri og KA þurfa á sigri að halda um helgina. Mynd/Þórir Tryggvason.

Bæði KA og Akureyri eiga lykilleiki framundan um helgina í Olís-deild karla í handbolta um helgina. Akureyri tekur á móti Fram í Íþróttahöllinni í dag, laugardaginn 23. febrúar kl. 17:00. Fram situr á botni deildarinnar með sjö stig en Grótta og Akureyri koma í næstu tveimur sætum fyrir ofan með átta stig. Akureyri hefur tapað báðum leikjum sínum eftir áramót og þarf nauðsynlega á sigri að halda í botnbaráttunni. Leikurinn er ekki síður mikilvægur fyrir Fram sem getur með sigri komist úr fallsæti.

KA fær Stjörnuna í heimsókn í KA-heimilið á morgun, sunnudaginn 24. febrúar kl. 18:00. Bæði liðin eru með 12 stig. KA situr í níunda sætinu en Stjarnan er tveimur sætum ofar vegna hagstæðrar markatölu. Það lið sem sigrar mun slíta sig verulega frá fallbaráttunni og því mikið undir fyrir bæði liðin.   

Nýjast