27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Lionsklúbburinn Hængur gefur veglega gjöf til Lögmannshlíðar
Það var svo sannarlega glatt á hjalla s.l. þriðjudagskvöld á Kráarkvöldi á Lögmannshlíð þegar Lionsklubburinn Hængur kom færandi hendi og gaf heimilisfólkinu gítara sem valdir voru af kostgæfni af Snorra Guðvarðssyni gitarleikara sem öllum er öllum strengjum kunnugur þegar kemur að slíkum hljóðfærum.
Snorri fékk þá hugmynd fyrir nokkuð mörgum árum að gítar þyrfti að vera til á hverju heimili og hann setti sig i samband við hugsanlega aðila sem vildu koma að þvi að gefa gítara.
Eins og Snorri orðaði það ,,Hængur beit strax á“
Það á bæ söfnuðu Hængsfélagar fyrir gjöfinni sem ekki er bara gítarar heldur allt sem til þarf, neglur, statíf og magnari. Covid tafði fyrir afhendingu enda ekki vel séð að vera með mannamót á þeim tímum en núna var svo sannarlega lag í eiginlegri merkingu þess orðs.