Líkur á að hinn látni sé ferðamaðurinn sem leitað var í dag

Áhöfn þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar fann látna mann­eskju í svo­kölluðum Skriðum  aust­an Hval­vatns­fjarðar rétt fyr­ir klukk­an sjö í kvöld. Lög­regl­an tel­ur lík­legt að um sé að ræða mann sem leitað hef­ur verið að í dag á svæðinu. Það hef­ur ekki feng­ist staðfest með form­leg­um hætti. Þetta kem­ur fram í færslu Lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra á Face­book

Um 100 manns, björgunarsveitarmenn og lögregla tók þátt í leitinni í dag, en fram hafði komið ábending um bifreið á erlendum númerum sem staðið hafði óhreyft í marga daga í Flateyjardal.  Gönguhópar voru við leit og einnig var notast við dróna og báta.

Nýjast