„Lífið hefur snúist um íþróttir“

„Eftir öll þessi ár á ég orðið mikið af vinum og kunningjum sem ég hef kynnst í gegnum vinnuna,“ seg…
„Eftir öll þessi ár á ég orðið mikið af vinum og kunningjum sem ég hef kynnst í gegnum vinnuna,“ segir Aðalsteinn. Mynd/Þröstur Ernir

Aðalsteinn Sigurgeirsson hefur verið forstöðumaður í Íþróttahöllinni á Akureyri í bráðum 35 ár eða allt frá stofnun hallarinnar. Hann var sjálfur mikill íþróttamaður á yngri árum og segir allt sitt líf hafa snúist um íþróttir. Þrátt fyrir að vera kominn á eftirlaunaaldur situr Aðalsteinn sem fastast í sæti forstöðumanns og segir góðan starfsanda hafa haldið sér í sama starfinu öll þessi ár.

Í nýjasta tölublaði Vikudags er ítarlegt viðtal við Aðalstein og spjallað við hann um árin í vinnunni, uppákomurnar í Höllinni, íþróttaáhugann og fjölskylduna sem Aðalsteinn segir vera sitt helsta áhugamál.

Nýjast