Leitað eftir heitu vatni við Síðuskóla!

Borað við Síðuskóla     Mynd Hjalti Steinn Gunnarsson
Borað við Síðuskóla Mynd Hjalti Steinn Gunnarsson

Heimasíða Norðurorku segir frá þvi að nú standi yfir boranir á rannsóknarholum víðsvegar um Eyjafjörð enda hafi notkun á heiti vatni snaraukist og svo virðist sem hvert og eitt okkar noti mun meira af heiti vatni en áður.

Hér fyrir neðan má lesa færsluna sem er að finna  á heimasíðu Norðurorku.:

 ,,Rannsóknir eru veigamikill þáttur í starfsemi Norðurorku en þær byggja annars vegar á því að fylgjast vel með þeim auðlindum sem verið er að nýta hverju sinni, svokallað vinnslueftirlit, en hins vegar á að huga að mögulegum framtíðarvinnslusvæðum.

Heitavatnsnotkun á Akureyri hefur vaxið hratt undanfarin ár. Mikið hefur verið byggt á Akureyri og nágrenni en þegar horft er til aukningar í íbúafjölda virðist sem hver einstaklingur sé að nota aukið magn hitaveituvatns. Meðal annars þess vegna hefur þörf á rannsóknum, til öflunar á heitu vatni, aukist enn frekar.

Þessa dagana er Vatnsborun ehf. við borun á rannsóknarholum í Eyjafirði en hitastigulsboranir sem þessar eru notaðar til að leita að jarðhita þar sem engin yfirborðsummerki eru. Bora þarf um 60 metra í berg þannig að hver hola er að jafnaði 60-100m djúp, allt eftir því hversu djúpt er niður á bergið. Á vegum Norðurorku verða boraðar um 30 hitastigulsholur víða í firðinum, á stöðum sem ekki hefur verið borað á áður."  

 Nú stendur nú yfir borun við Síðuskóla á Akureyri og er reiknað með að henni ljúki í kvöld eða á morgun."   

Nýjast