Leitað að þýskum manni í Flateyjardal

Bifreiðin sem Meyer var á er VW Transporter, dökkgrænn og svartur. Útbúinn sem ferðabíll. Mynd á fac…
Bifreiðin sem Meyer var á er VW Transporter, dökkgrænn og svartur. Útbúinn sem ferðabíll. Mynd á facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Lögregla og björgunarsveitir á Norðurlandi eystra fengu í gærkvöldi ábendingu um bifreið á erlendum númerum, sem væri búin að standa óhreyfð í marga daga í Flateyjardal. Strax var hafist handa um eftirgrennslan eftir eigandanum og kom í ljós að eigandinn heitir Bernd Meyer og er frá Þýskalandi, fæddur 1947. Hann kom til landsins í júní og mun vera einn á ferð. Þetta kemur fram á facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

 

Aðgerðarstjórn vegna þessa máls var virkjuð á Húsavík og björgunarsveitir af Norðurlandi eystra boðaðar til leitarstarfa. Þegar þetta er skráð eru um 100 manns að störfum í aðgerðinni. Leitað er með gönguhópum, drónum og bátum. Þá er von á þyrlu frá Landhelgisgæslunni til að taka þátt í leitinni. Leitað verður meðan leitarbjart er en á morgun gera veðurspár ráð fyrir þoku á leitarsvæðinu.

Náðst hefur samband við eiginkonu mannsins í Þýskalandi og kom fram hjá henni að Mayer var síðast í sambandi við hana 14. júlí og þá staddur í Flateyjardal og á leið í gönguferð. Einnig hefur eftirgrennslan leitt í ljós að maðurinn gisti á Grenivík áður en hann fór í Flateyjardalinn.

Við viljum gjarnan fá upplýsingar frá þeim sem hafa hugsanlega hitt Bernd Meyer eða hafa einhverjar upplýsingar um ferðir hans. Vinsamlega setjið þá inn skilaboð á nordurland.eystra@logreglan.is eða hringið í síma 444-2800.

Bifreiðin sem Meyer var á er VW Transporter, dökkgrænn og svartur,útbúinn sem ferðabíll.

 

Nýjast