27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Leigufélagið Bríet samþykkir að byggja íbúðir í Langanesbyggð
Stjórn leigufélagsins Bríetar hefur samþykkt að fara í uppbyggingarverkefni í Langanesbyggð og byggir það á fyrirliggjandi húsnæðisáætlun sveitarfélagsins. Greint er frá þessu á vef Langanesbyggðar.
Bríet er sjálfstætt starfandi leigufélag í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og nokkurra sveitarfélaga, stofnað að norrænni fyrirmynd og rekið án hagnaðarsjónamiða.
Framundan er því vinna hjá Langanesbyggð og Bríeti að eiga samtöl við áhugasama verktaka um byggingu íbúða á Þórshöfn. „Ef þessi áform ganga eftir er það mjög jákvætt skref fyrir húsnæðismarkaðinn og uppbyggingu leigumarkaðar á svæðinu þar sem undirliggjandi skortur er á minni íbúðum,“ segir í tilkynningunni.