Lárus Orri og Sandor semja við Þór

Magnús Eggertsson formaður leikmannaráðs karla hjá Þór og Sandor Matus.
Magnús Eggertsson formaður leikmannaráðs karla hjá Þór og Sandor Matus.

Lárus Orri Sigurðsson skrifaði undir tveggja ára samning við karlalið Þórs í knattspyrnu í gærkvöld og verður aðstoðarþjálfari liðsins við hlið Páls Viðars Gíslasonar. Lárus Orri á fjölda leikja að baki með Þór og þjálfaði liðið einnig frá árinu 2006 til 2010. Lárus þjálfaði síðast lið KF. Þórsarar hafa einnig bætt við sig leikmanni en markvörðurinn Sandor Matus, sem leikið hefur með KA undanfarin tíu ár, skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs.

Nýjast