Lagfæringar á kirkjutröppunum i útboð
Þá er komið að því að kirkjutröppurnar fái, margir segja tímabæra yfirhalningu en Umhverfis og mannvirkjasvið ásamt Reginn atvinnuhúsnæði óska eftir tilboðum í endurbætur á tröppunum og umhverfi við þær.
Hér er verið að horfa á ,,endurnýjun á kirkjutröppunum, lagfæringar á þaki undir neðri hluta trappna, uppgröft og fyllingar ásamt frárennslis–, snjóbræðslu- og raflögnum. Smíði og uppsetning grindverks og jarðvegsfrágangur með þökulögn o.fl.“ eins og segir í útboðsgögnum.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist 27 apríl n.k. og þeim verði lokið 15 október.
Kirkjutröppurnar eru eitt að kennileitum bæjarins og ljóst að margir munu hafa skoðun á því hvernig best sé að gera og það verður gaman að fylgjast með hvernig til muni takast.