Kýrin Edda flytur í Sólgarð

Beate Stormo lauk við gerð Eddu í vor en nú hefur verið samþykkt að fá leyfi til að staðsetja verkið…
Beate Stormo lauk við gerð Eddu í vor en nú hefur verið samþykkt að fá leyfi til að staðsetja verkið við Sólgarð. Mynd MÞÞ

Framkvæmdaráð Eyjafjarðarsveitar lagði á dögunum til við sveitarstjórn að sótt verði um heimild hjá Ríkiseignum til að staðsetja listaverkið Eddu við Sólgarð.

Ráðið átti fund með stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðar sem hafði forgöngu um gerð listaverksins og Beate Stormo listamanni sem gerði verkið og var farið yfir staðsetningar á því.

Samhljómur var um að Eddu væri vel komið fyrir norðan við Sólgarð þar sem hún myndi prýða sitt umhverfi vel.  Samþykkt var að koma verkinu fyrir þar svo fljótt sem auðið er.

Nýjast