27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Kvenfélagið styrkir barnastarf á Húsavík
Fulltrúar frá Borgarhólsskóla, Frístund, leiksólanum Grænunvöllum og Húsavíkurkirkju voru saman komnir í Bjarnahúsi nýverið til að taka á móti styrkjum frá Kvenfélagi Húsavíkur.
Tilefnið var að á Aðalfundi félagsins sem haldinn var í Bjarnahúsi 8. júní á þessu ári var samþykkt tillaga um sjóðsslit Minningarsjóðs frú Þórunnar Havsteen. Stjórn félagsins telur að sjóðurinn sé barn síns tíma en hann hefur verið í umsjón kvenfélagsins frá stofnunsem og aðalfundur hefur samþykkt að óskað verði eftir slitum og telur að sjóðurinn sé barn síns tíma.
Fjármunir sjóðsins voru á verðtryggðum reikningi hjá Landbanka Íslands að innistæðu 1. 813.000. kr.
Ráðastöfun sjóðsins samþykkt Aðalfundur að yrði 500 þúsund krónur til Borgarhólsskóla á Húsavík – til kaupa á tækjum sem gefa nemendum bætta líðan og velferð.
Kr. 500 þúsund til Frístundar og félagsmiðstöðvar Borgarhólsskóla – til kaupa á hljóðeinangrandi skilrúmi, mottum og leikföngurm/spilum
Kr. 500 þúsund til leikskólans Grænuvalla á Húsavík til kaupa á þyngdardýnum, bluetooth hátulurum og í uppsetningu á gullabúi í Skógagerðisdal. Einnig er þörf á endurnýjun á dýnum í hvíld.
Kr 300 þúsund eða það sem eftir stendur við uppgjörið rennur til Barnastarfs Húsavíkurkirkju
Fjárhæðirnar eru allar lagðar til starfs sem lýtur að starfi barna í samfélaginu á Húsasvík, enda segir í 2. grein skipulagsskrá: „Sjóðurinn skal vera til líknar og styrktar börnum og unglingum á Húsavík.“
Ekki var vitað um erfið veikindi barna á svæðinu á tíma slitasjóðsins.