Kristján hættur hjá N4

Kristján Kristjánsson.
Kristján Kristjánsson.

Kristján Kristjánsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri N4 en hann lét af störfum í gær. Kristján var ráðinn framkvæmdastjóri í byrjun nóvember sl. en hann hefur starfað hjá N4 frá árinu 2011 og sinnt þar ýmsum störfum. Samkvæmt upplýsingum Vikudags bar uppsögn Kristjáns brátt að. Hilda Jana Gísladóttir og María Björk Ingvadóttir eru nú starfandi framkvæmdstjórar N4 en samkvæmt upplýsingum Vikudags verður nýr framkvæmdastjóri ráðinn á næstu dögum. Nánar er fjallað um málið og rætt við Kristján í prentútgáfu Vikudags í dag.

-þev

Nýjast