Komu hnúfubaki til aðstoðar á Skjálfanda

Mynd/ Landsbjörg – Charla Basran
Mynd/ Landsbjörg – Charla Basran

Í gær, laugardag, barst björgunarsveitinni Garðar á Húsavík tilkynning um hval á Skjálfandaflóa, sem væri flæktur í veiðarfærum. Reyndist það vera hnúfubakur.

Sveitin fór á bát til leitar að hvalnum ásamt hvalasérfræðingi á Húsavík, Dr. Charla Basran. 

"Í [laugardag] dag fengum við það verkefni að hafa upp á Hnúfubak sem hafði flækt sig í bandi. Það var nokkuð erfitt af fylgjast með honum þar sem töluvert er af hval á Skjálfanda og nokkrir saman í hóp. Við sáum hvalinn en töldum ekki hægt að nálgast hann til að losa bandið," segir í færslu á Facebook síðu sveitarinnar. 

Nýjast